23.4.2007 | 15:04
MJM
Ingibjörg, Ingunn, Kristgerður, Hanna Fríða, Steinunn, Fjóla, Gaui og Andrés (er ég að gleyma e-m?), þið haldið uppi heiðri MJM bekksins. Stelpurnar að standa sig vel þar sem þær voru svo fáar og næstum allar búnar að láta vita af sér, en strákar mínir....come on! Andrés og Gaui þeir einu sem láta eitthvað í sér heyra. Allir úr MJM að skrifa eitthvað hér undir. Og munið að það er ekki bannað að láta oft í sér heyra !!!
Bkv. LL
Tenglar
Mætingarlisti
- Mætingarlistinn 19. maí!!! Er þitt nafn komið á listann??
Kvittukeppni
Hér undir eru færslurnar þar sem hægt er að kvitta fyrir sig hjá sínum bekk.
Spurt er
Hvort viltu hafa sem aukavinning í happdrætti??
Hvort viltu frekar hafa sem aðalvinning í happdrætti kvöldsins:
Ætlar þú að mæta 19.maí??
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sæl.
Koma svo MJM við verðum að standa undir nafni að vera besti bekkurinn. Við stelpurnar erum auðvitað að standa okkur, við öðru var ekki að búast en strákar koma svo látið vita af ykkur og þið skulið ekki halda því fram að þið viljið ekki hitta okkur og þennan frábæra hóp sem við erum öll. A.m.k. eru myndirnar hér í myndasafninu eitthvað til að skemmta sér yfir, og ég trúi því að það verði gaman 19.maí í Þingborg.
Kveðja
Krissa
Kristgerður Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 21:39
Já hvað er þetta með ykkur strákar í MJM (fyrir utan Gauja og Andrés)...eru þið ekki tölvuvæddir hehehe. Svona láta í sér heyra þið eruð nú ekki þekktir fyrir neitt annað
Kveðja
Steinunn:)
Steinunn K.H (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 22:17
Þeir eru nú þekktir fyrir annað en að þegja drengirnir í MJM bekknum, í það minnsta var ekki alltaf besti vinnufriðurinn í þessum bekk Nú þurfa þeir bara að yfirfæra talið yfir í ritmál
Koma svo strákar! (og stelpur auðvitað líka)
Linda (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 22:27
Já, nú verður þetta bara keppni á milli "drengja" og "telpna" og eins og staðan er núna, sko hér á þessum þræði, er staðan 4-0 fyrir skvísunum. (Nú er það ekki lengur keppni millii dyra-raðar, mið-raðar og glugga-raðar... ;o) )
Kv. Ingunn
Ingunn Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 22:59
Sæl öll,
Steindór bað mig að senda inn mynd af sér í MJM hópinn. Lítið breyst....
Grímur (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 23:07
Steindór hefur nú verið þekktur fyrir mikla talhæfileika...gæti kannski sest niður og sagt okkur djúsí sögur af strákunum...skora á þig dóri minn að koma einhverju tjútti inn á þessa síðu Kv. frá Sigló
Fjóla hallgríms (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 11:31
Jæja maður verður að taka áskoruninni frá Lindu og láta eitthvað í sér heyra.
Ég mæti allveg örugglega, það er svaka gaman að sjá myndir þessar myndir og tek undir með Lindu að það væri gaman að fá viðbrögð frá strákunum er hálf hissa að Steindór sé ekki byrjaður með pisstil á dag fyrir löngu og Fjóla það eru ekki neinar djúsí sögur af okkur strákunum viið vorum alli til fyrir myndar, er það ekki strákar
Kveðja Maggi Denna.
Maggi Denna (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 12:06
Það þvælist líklega fyrir Steindóri að maður þarf að slá inn summu af tveimur tölum til að geta sett inn skilaboð á síðuna Legg til að hann hringi í Gunnsa fyrrverandi nágranna sinn. Stærðfræðin þvældist ekki fyrir honum.
Gaui Sigurjóns (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 12:37
Ég held að þessi bekkur sé lang duglegastur að kvitta í gestabókina og það kemur mér ekki óvart.Eins og þið munið öll var þessi bekkur þekktur fyrir ótrúlega gáfaða krakka og rólega ........eða var það ekki örugglega minn bekkur. Kveðja Ingibjörg Gísla
Ingibjörg Gísladóttir (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 19:28
Ég man ekki betur en við höfum öll verið ógeðslega stillt. Sérstaklega hjá Árna dönskukennara. Kveðja Gunnsi
Gunnar Valur Gunnarsson, 28.4.2007 kl. 00:50
Það er allveg æðislegt að það sé komin upp keppnisíþrótt í þvi að kvitta nafnið sitt eða ''láta af sér kveða'' Ok ég skil húmorinn þetta er náttúrlega bara fyndið. Kvitt Kvitt ég er búinn að Kvitta kvitta kvitta.... Maggi Denna Gaui Sigurjóns og Helgi Þorsteins við ykkur vil ég segja, Þið eigið svo svæsna ferilskrá að það er ekki birtandi á bloggsíðu. Tek allavega enga áhættu á að fara að segja sögur af ykkur hér ef ske kynni að óæskilegir gestir séu að hnýsast á þessari síðu, og í ljósi þess að maður yrði örugglega lögsóttur eða lokaður hjá manni síminn ''Aftur,,
Steindoir von Haugen (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 01:19
Auðvitað hefur MJM-bekkkurinn alltaf skarað fram úr á öllum sviðum! Kemst því miður ekki í partýið en fylgist þó með. Myndirnar eru alveg geggjaðar!!! Kveðja frá Uppsölum, Eiríkur
Eiríkur (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 09:30
Auðvitað hefur MJM-bekkkurinn alltaf skarað fram úr á öllum sviðum! Kemst því miður ekki í partýið en fylgist þó með. Myndirnar eru alveg geggjaðar!!! Kveðja frá Uppsölum, Eiríkur
Eiríkur (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 09:31
Flott undirskrift hjá þér Stendoir von Haugen
Eiríkur þú kemur bara næst!
Linda (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 09:52
Hæ, hæ!
Ég hitti Valla Reynis í gær sem bað fyrir kveðju. Hann er því miður ekki í tölvusambandi þessa dagana en ætlar að koma á árshátíðina þann 19. maí.
Kveðja, Ingunn
Ingunn (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 21:17
Frábært strákarnir að taka við sér við ættum að rústa þessari keppni..við vorum nú fjölmennasti bekkurinn...eða hvað??? Djö...hvað verður gaman að hitta ykkur tel niður daganna. Vonandi koam sem flestir.
Knús Steina smile
Steinunn K.H (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 22:59
Ætluðum við ekki að rústa þessari kvittukeppni!!!
Enn vantar t.d. Arnar, Andrés, Auðunn, Grétar, G. Valgeir, Gumma, Hauk, Hönnu, Kristján, Snorra og Ögmund...
Koma nú og kvitta hér inn...
Kv. Ingunn
Ingunn (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 18:06
Sæl verið þið öll, ég sé að ég er að verða með þeim síðustu til að skrá sig og er hér með bætt úr því. Bið heilsa þér Eiríkur.... Kveðja Kristján
Kristján (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 22:58
Hæ öll, þið verðið að hnippa í þá sem standa ykkur næst úr bekknum og fá þá til að kvitta, við verður að vinna þetta, verðlaun í boði og allt!! Steindór að tala við Helga og Kristján við Grétar o.s.frv. Er farin að hlakka ótrúlega til að sjá ykkur þann 19! Kveðja, Linda
Linda (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 18:41
Jæja gott fólk þá styttist í hitting. Verulega gaman að sjá myndirnar og sjá að við höfum ekkert breyst - eins og tíminn standi í stað ! því miður á ég ekki myndir úr farsælu bekkjastarfi til að deila með ykkur - en þegar maður lætur hugan reika þá er ljóst að við létum fátt ógert. Á þessari kvittsíðu er aðeins talaða undir rós. Sumir voru sprækari á þessum árum en aðrir og ef ég væri Steindór G. svo ekki sé talað um G. Sigurjóns eða Magga Denna, hvað þá Gumma eða Hauk þá myndi ég ekki horfa framan í nokkurn mann. Það sem lagt var á okkar vönduðu og metnaðarfullu kennara að reyna að þjappa námsefninu ofaní þessa drengi. Við hin drógum vagninn - vinnulega séð - og getum borið höfuðið hátt - enda ungviði landsins til sóma og fyrirmyndar í hvívetna. Það verðu mjög gaman að hitta ykkur öll og vonandi geta sem flestir mætt. Hlakka til að sjá ykkur !
Helgi Þ. (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 14:11
Jæja gott fólk þá styttist í hitting. Verulega gaman að sjá myndirnar og sjá að við höfum ekkert breyst - eins og tíminn standi í stað ! því miður á ég ekki myndir úr farsælu bekkjastarfi til að deila með ykkur - en þegar maður lætur hugan reika þá er ljóst að við létum fátt ógert. Á þessari kvittsíðu er aðeins talaða undir rós. Sumir voru sprækari á þessum árum en aðrir og ef ég væri Steindór G. svo ekki sé talað um G. Sigurjóns eða Magga Denna, hvað þá Gumma eða Hauk þá myndi ég ekki horfa framan í nokkurn mann. Það sem lagt var á okkar vönduðu og metnaðarfullu kennara að reyna að þjappa námsefninu ofaní þessa drengi. Við hin drógum vagninn - vinnulega séð - og getum borið höfuðið hátt - enda ungviði landsins til sóma og fyrirmyndar í hvívetna. Það verðu mjög gaman að hitta ykkur öll og vonandi geta sem flestir mætt. Hlakka til að sjá ykkur !
Helgi Þ. (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 14:11
Jæja gott fólk þá styttist í hitting. Verulega gaman að sjá myndirnar og sjá að við höfum ekkert breyst - eins og tíminn standi í stað ! því miður á ég ekki myndir úr farsælu bekkjastarfi til að deila með ykkur - en þegar maður lætur hugan reika þá er ljóst að við létum fátt ógert. Á þessari kvittsíðu er aðeins talaða undir rós. Sumir voru sprækari á þessum árum en aðrir og ef ég væri Steindór G. svo ekki sé talað um G. Sigurjóns eða Magga Denna, hvað þá Gumma eða Hauk þá myndi ég ekki horfa framan í nokkurn mann. Það sem lagt var á okkar vönduðu og metnaðarfullu kennara að reyna að þjappa námsefninu ofaní þessa drengi. Við hin drógum vagninn - vinnulega séð - og getum borið höfuðið hátt - enda ungviði landsins til sóma og fyrirmyndar í hvívetna. Það verðu mjög gaman að hitta ykkur öll og vonandi geta sem flestir mætt. Hlakka til að sjá ykkur !
Helgi Þ. (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 14:15
Jæja gott fólk þá styttist í hitting. Verulega gaman að sjá myndirnar og sjá að við höfum ekkert breyst - eins og tíminn standi í stað ! því miður á ég ekki myndir úr farsælu bekkjastarfi til að deila með ykkur - en þegar maður lætur hugan reika þá er ljóst að við létum fátt ógert. Á þessari kvittsíðu er aðeins talaða undir rós. Sumir voru sprækari á þessum árum en aðrir og ef ég væri Steindór G. svo ekki sé talað um G. Sigurjóns eða Magga Denna, hvað þá Gumma eða Hauk þá myndi ég ekki horfa framan í nokkurn mann. Það sem lagt var á okkar vönduðu og metnaðarfullu kennara að reyna að þjappa námsefninu ofaní þessa drengi. Við hin drógum vagninn - vinnulega séð - og getum borið höfuðið hátt - enda ungviði landsins til sóma og fyrirmyndar í hvívetna. Það verðu mjög gaman að hitta ykkur öll og vonandi geta sem flestir mætt. Hlakka til að sjá ykkur !
Helgi Þ. (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 14:16
Hlakka til að sjá ykkur.
Kveðja,
Andrés
Andrés (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 23:29
Vonandi sjáumst við 19. Þetta verður örugglega hrein snilld
Kveðja Gummi
Gummi (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 12:14
Jæja nú er farið að styttast í þetta allt saman, hlakka til að hitta ykkur öll á laugardaginn.
Bestu kveðjur
Hanna Fríða
Hanna B. Hreiðarsdóttir (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 16:49
Hlakka til að hitta ykkur í kvöld
Kveðja, Valli.
Valli Reynis. (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.