24.4.2007 | 12:52
ÞH - Þorvarður Hjaltason
Jæja er ekki komin tími til að bekkur Þorvarðs Hjaltasonar (Tobba) kvitti hér undir. Sé að þó nokkrir úr bekknum hafa kíkt við hér á síðunni.
Allir að kvitta.
Kv. GS.
Tenglar
Mætingarlisti
- Mætingarlistinn 19. maí!!! Er þitt nafn komið á listann??
Kvittukeppni
Hér undir eru færslurnar þar sem hægt er að kvitta fyrir sig hjá sínum bekk.
Spurt er
Hvort viltu hafa sem aukavinning í happdrætti??
Hvort viltu frekar hafa sem aðalvinning í happdrætti kvöldsins:
Ætlar þú að mæta 19.maí??
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja hvernig er með ÞH bekkinga. Vorum við ekki langflottasti bekkurinn eða ???? Allavega vorum við ótrúlega smart í tauinu ha. Koma nú allir að kvitta
Kv. Anna Kr.
Anna Kr (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 14:34
Það á að vera Þorvarðar Hjaltasonar. Já allir að kvitta. Klæðaburður já...úff.....hrikalegt að skoða svona aftur í tímann.......glansandi fjólubláar skyrtur, Millet-úlpur, pokabuxur þröngar niður á legginn, kínaskór og hvítir sokkar....og kannski grænar grifflur með............hægðir!!!!
Kv.
Grímur
Grímur (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 14:46
dísúskræst..... hvað ég er búin að missa af miklu að hafa ekki skoðað þetta, hlakka ótrúlega til að hitta ykkur öll. Steinunn Rán
Steinunn Rán Helgadóttir (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 20:26
Get ekki skrifað í gestabókina, reyni hérna. Takk fyrir bréfið, hef verið að skemmta mér yfir myndunum. Ef einhver man eftir mér, kem ég. Kveðja Rúnar (áður HÖGNI)
Rúnar Tómasson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 21:05
Að sjálfsögðu munum við eftir þér Rúnar og hlökkum til að sjá þig . Ef þú átt myndir síðan í skólanum máttu senda okkur þær.
Kv. Sibba
Nefndin, 24.4.2007 kl. 22:06
Já ætli sé ekki best að kvitta sem einn af þeim sem eru með Tobba á mynd. Tobbi var rólegur kennari soldið eins og Hjalti sonur hans, glotti þegar honum fannst eitthvað sniðugt, reiddist sjaldan. Ég sat við hliðina á Stjána Hilmarz, sem Stebbi Hilmarz reyndi að kenna sig við um tíma, og við gerðum ekkert af viti í 3 ár. "Stjáni það er þér að kenna að ég er ekki lögfræðingur eins og Gaui Sigurjóns." en hvað um það... Ég hlakka mikið til að hitta sem sem flesta, kvíði því soldið að hitta Helga Þorsteins, er alltaf með smá minnimáttarkennd gagnvart honum ( í sturtu allavega) kveðja til þeirra sem þetta lesa.... Siggi Fannar
siggi fannar (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 23:11
Sæl öll í ÞH langar bara að taka undir með sigga þetta með Helga og ekki minnkaði minnimáttarkendin ef menn sátu með Helga aftast í rútu í ferðalögum.
Kv Maggi Denna
maggi denna (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 12:35
Noh, menn bara dottnir í sama gír og fyrir 20 árum... Gaman verður að sjá hvort ytra byrðið hefur jafnlítið breyst og það innra, hehe.
Óli Kristján (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 12:58
Auðvitað erum við langflottasti bekkurinn Ótrúlega flottur fatnaður og gleraugun mín maður. Verða ekki flottari. Hlakki til að hitta ykkur.
Sessý (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 14:36
.....auðvitað ætlum við að vinna þessa kvitt keppni ekki satt ??...eru ekki fleiri sem voru í ÞH bekknum sem hafa kíkt við á síðunni ...koma svo og kvitta
kv. Jóhanna
Jóhanna (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 16:36
Hæ allir
Er ekki örugglega hér sem ég á að kvitta þó að ég hafi ekki verið með ykkur í 9. bekk . Gaman að sjá myndirnar og rifja upp gamla tíma, þarf að fara að grafa mínar upp. Hlakka til að sjá ykkur öll í maí. Kveðja Sigurlaug
Sigurlaug Helgadóttir (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 18:10
Já við vinnum þessa kvitt keppni eins og allt annað í þessum árgangi, "Þægi bekkurinn", bestir í boltanum o.s.frv. Það er ekki rétt að Stjáni hafi dregið Sigga F niður í námi, Stjáni var með 8 í dönsku hjá Árna dönsku. Kveðja, GT
Gaui Tobb (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 14:00
kvitt kvitt kveðja Siggi Gísli
Siggi Gísli (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 22:31
Það er best að ég kvitti fyrst að Siggi er búinn að kvitta kv. Valgerður
Valgerður (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 22:33
Halló
Ótrúlega skemmtileg síða og allar myndirnar hvað gat maður verið smart en það verður gaman að hitta ykkur eftir öll þessi ár og örugglega suma hefur maður ekki hitt síðan við kláruðum þennan skemmtilega gaggó
Kv, Sigrún Hildur
Sigrún Hildur (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 15:18
Frábær síða, flottar myndir, besti árgangurinn.
Hjalti Eggertsson (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.