Efsta röð frá vinstri:Kennari-Ólöf, Gunnsi, Maggi, Gummi, Steindór, Gaui, Ögmundur, Haukur
2. röð: Arnar, Andrés, Snorri, Stjáni, Helgi, Auðunn
3. röð: Sigurlaug, Eiríkur, Valli, Benni, Kristgerður, Grétar, Ingunn
4. röð: Steinunn, Fjóla, Hanna Fríða, Ingibjörg, Þórdís.
Bætt í albúm: 16.4.2007
Athugasemdir
Auðunn og Andrés, þótt líf mitt lægi við þá get ég ekki þekkt ykkur í sundur á þessari mynd, en veðja á þetta. Viljið þið láta vita hvor er hvor?
Ég man alls ekki hvað bekkurinn hét og man bara að kennarinn byrjaði á Dag....
Kveðja, Linda
Linda Larsen (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 02:40
Hæ, hæ!
Bekkurinn er 3. DF (Dagfríður Finnsdóttir)
Og þetta með tvíburana... þá er þetta öfugt þ.e. Andrés er á milli Snorra og Arnars og Auðunn við hinn endann. ;-)
Kv. Ingunn
Ingunn Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 09:23
Takk fyrir þetta Ingunn.
Linda (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 11:58
Hæ aftur!
Þetta er sko eiginlega 3. ÓS.... hehe Þar sem að Ólöf var að kenna okkur í 3. bekk og Dagfríður í 4. - 6. bekk....
Kveðja, Ingunn
Ingunn Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 16:27
Ókei, en hvort er þetta Ólöf eða Dagfríður sem er á myndinni? Væri ágætt að fá að vita það, sker úr um hvort myndin var tekin í 3. eða 4. bekk. Ekki allir sammála þar.
Kv.LL
Linda (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 16:32
Hehehe! Þetta fer að verða sagan endalausa...
En þetta er Ólöf Sigurðardóttir á myndinni. Myndin hlýtur þá að vera úr 3. bekk þar sem að Ólöf kenndi okkur í 1. - 3. bekk og Dagfríður í 4. - 6. bekk.
Kveðja, Ingunn
Ingunn Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 18:27
Já sagan endalausa............... En alveg pottþétt vinsælasta myndin, ekki búið að skrifa svona mikið við neina aðra mynd. Við höldum uppi heimsóknunum á síðuna Ingunn Ég er búin að fara inn a.m.k. 4-5 x í dag, hí,hí,hí allt út af blessaðri bekkjarmyndinni í 3. Ó.S.
Linda (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 18:41
Upptalningin er rétt ég, Andrés er vinstra megin. Og það er líka rétt þetta er Ólöf sem er á myndinni og hún ók um á drapplitaðri WV bjöllu. Takk fyrir skemmtilega síðu virkilega gaman að sjá myndirnar og lesa athugasemdirnar. En hvað er þetta með hann Arnar eitthva súr á svipinn? Kv.Andrés
Andrés (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 21:51