4.5.2007 | 20:05
Skrá sig, skrá sig, skrá sig!!!
Jæja, það er ekki eftir neinu að bíða, allir að skrá sig á lindalarsen@simnet.is
Við viljum fá að vita þann fjölda sem mætir FYRIR ÞANN 9. Þegar við vitum fjöldann getum við skipulagt framhaldið en það fer aðeins eftir mætingu. Gott að heyra líka í þeim sem komast ekki svo við vitum að þeir eru ekki að gleyma sér og það staðfestir einnig að þeir vita af þessu.
Núna eru 73 búnir að skrá sig.
A.J.
Svava, Óli Kristján, Ylfa, Sibba, Rannveig, Guðbjörg, Jóna, Hafdís, Lölla, Olla, Laufey, Helga, Guðfinna, Margrét Auður, Gaui Ólafs, Sigga, Einar Gunnar, Lingþór, Mæja
M.J.M
Gaui Sigurjóns, Helgi, Ingibjörg G., Linda, Steinunn H, Maggi, Ingunn,Hanna Fríða, Kristgerður, Steindór, Gunnsi, Fjóla, Gummi, Ögmundur, Valli, Andrés, Kristján V, Grétar, Snorri, Haukur
S.A.M.
Skúli Már, Sigurveig, Jón Páll (varstu ekki í þessum bekk Jón Páll?), Tommi, Stebbi, Helena, Hreinn, Anna Þóra, Ragna, Þórdís, Sigurður Ellert, Siggi Bogi, Magga, Kristrún, Öddi, Smári, Ívar
Þ.H.
Sigrún Hildur, Jóhanna, Steinunn Rán, Sessý, Anna Kristín, Sigurlaug, Siggi Fannar, Ásta Sigga, Eyþór, Grímur, Valgerður, Siggi Gísli, Jón Aðalsteinn, Hjalti, Svenni, Gaui Öfjörð, Lýður
Bloggar | Breytt 18.5.2007 kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.5.2007 | 10:42
Leiðrétting
Hún Ragna kom með athugasemd um hvort skammstöfunin á S.M. bekknum væri rétt. Hún taldi að bekkurinn hafi heitið S.A.M. og ég held að það sé rétt hjá henni og þess vegna er ég búin að breyta þessu. Vona ég að þetta verði til þess að þeir sem tilheyrðu þessum bekk verði nú duglegri að kvitta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2007 | 21:31
Hvað haldið þið???
Hvað heldur þú að margir úr '71 árganginum búi á svæði sem hefur póstnúmer sem byrjar á 8?
Svarið við þessari spurningu mun birtast seinna á síðunni , nú er spurning hverjir giska á rétt?
Fréttir af skráningu. Nú hafa 34 skráð sig. A.J. 10; M.J.M. 12; S.M. 5; Þ.H. 7
Fréttir af kvittukeppni; A.J. 11;M.J.M. 11; S.M. 0; Þ.H. 9. Svo virðist sem A.J. og M.J.M ætli að vinna þetta! EN Þ.H. er þó ekki langt undan og hver veit hvað S.M.-ingar geta gert ef þeir ákveða að taka þátt??
Athugið að undir TENGLAR sem er vinstra megin á síðunni er hægt að velja bekkina.
Bloggar | Breytt 7.5.2007 kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
28.4.2007 | 21:02
Fleiri myndir
Fann nokkrar gamlar myndir síðan í barnaskóla og setti inn. Mig langar til að hvetja ykkur til að senda mér myndir ef þið eigið góðar myndir og sérstaklega ef þið eigið myndir af þeim sem ekki eru komnir nú þegar. Það væri gaman að reyna að hafa myndir af sem flestum á skólaárunum. Við viljum ekki taka með myndir af árgangsmótum. Eins vantar okkur enn þá eina 3. bekkjar mynd, ef einhver á hana.
Vona svo að þið verðið duglega að skrá ykkur hjá Lindu. Nú stefnum við að því að slá öll fyrri aðsóknarmet .
Kv. Sibba
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2007 | 19:38
Fréttir af skráningu á bekkjarmót
Nú eru 25 búnir að skrá sig (þar á meðal nefndin) á bekkjarmótið. 9 úr M.J.M., 7 úr A.J., 6 úr Þ.H. og 3 úr S.M.
Í kvittukeppninni eru nemendur úr Þ.H. bekknum að taka hina bekkina í bakaríið! Haldið áfram að kvitta undir ykkar bekk, keppnin er ekki búin.
Ekki hika við að skrifa í gestabók og skrifa athugasemdir við færslur frá nefndinni og myndir. Það er svo miklu skemmtilegra að fara inn á síðuna þegar eitthvað er að gerast á henni. Það þarf ekki að skrifa mikið, heldur aðalmálið að láta vita af sér.
Nefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.4.2007 | 09:53
Skráning á bekkjarmót
Munið að skrá ykkur á bekkjarmótið, netfangið er: lindalarsen@simnet.is. Það er ekki nóg að segja á bloggsíðunni að maður ætli að koma.
Nefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 21:12
S.A.M.
Kvittukeppni | Breytt 7.5.2007 kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
24.4.2007 | 22:47
Fullt af myndum
Vorum að setja inn fullt, fullt af myndum, frábært hvað þið eruð dugleg að koma myndum til okkar. Við settum myndirnar úr 6. bekkjarferðinni í sér albúm því þær voru orðnar svo margar. Annars eru nýjar myndir í öllum albúmum.
Skoðið og skemmtið ykkur .
kv. nefndin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2007 | 12:52
ÞH - Þorvarður Hjaltason
Jæja er ekki komin tími til að bekkur Þorvarðs Hjaltasonar (Tobba) kvitti hér undir. Sé að þó nokkrir úr bekknum hafa kíkt við hér á síðunni.
Allir að kvitta.
Kv. GS.
Bloggar | Breytt 7.5.2007 kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
24.4.2007 | 11:02
19. maí
Nefndin kom saman í gær, Skúli Már var reyndar úti á sjó en var í símasambandi.
Við ætlum að hittast í Þingborg en ekki er komin nákvæm tímasetning á mætingu og öðru sem viðkemur kvöldinu. Í Þingborg ætti að fara mjög vel um okkur, nóg pláss til að dansa, hægt að fara fram í forstofu úr mesta hávaðanum ef einhverjir vilja ræða málin (eða fara á trúnó) og góð aðstaða að öllu leiti.Sölvi Hilmarsson matreiðslumeistari sér um veitingar fyrir okkur. Boðið verður upp á glæsilegt, margrétta, kalt hlaðborð sem inniheldur : Grafinn lax, kryddsoðinn lax, rostbeef, kjúkling, bajonskinku og tilheyrandi meðlæti. Hver og einn sér svo um drykki fyrir sig. Nú er spurning hvort einhverjir blandi bara fyrir kvöldið í eina stóra flösku eins og í gamla daga og rogist svo með hana út um allt
Ýmsar uppákomur verða meðan á borðhaldi stendur sem ekki verður ljóstrað upp um að sinni.Eftir að borðhaldi líkur munum við svo dansa og skemmta okkur fram eftir nóttu.Á miðnætti verður húsið opnað fyrir maka.Verð á mann er 5.500 krónur. Ef þið lumið á góðum hugmyndum fyrir kvöldið látið þá í ykkur heyra. Eins ef þið ætlið að halda ræðu þá getið þið byrjað að semja. Verið dugleg að fylgjast með síðunni okkar til að fá nýjar upplýsingar um bekkjarmótið. NefndinBloggar | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Tenglar
Mætingarlisti
- Mætingarlistinn 19. maí!!! Er þitt nafn komið á listann??
Kvittukeppni
Hér undir eru færslurnar þar sem hægt er að kvitta fyrir sig hjá sínum bekk.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar