Færsluflokkur: Bloggar

Ert þú búin að borga?????

Leggja þarf  5.000 krónur inn á reikning 586-26-717171

kt. 250271-4769 í síðasta lagi þriðjudaginn 15. maí.


Myndir

Það voru að bætast nokkrar myndir í albúmin árgangur 1971 og tíska.

Það er von á nokkrum fermingarmyndum inn á síðuna mjög fljótlega, endilega komið ykkar fermingarmynd til Sibbu


Hvaða lög viljið þið heyra?????????

Ef þið mættuð velja eitt lag sem væri spilað þann 19.maí, hvaða lag mundi það vera?  Ekki væri leiðinlegt að fá að heyra einhverja minningu sem bundin er við lagið!

19.maí 2007

Húsið opnar klukkan 19:30.

Mótið sett klukkan 20:00.  Skálað verður í kampavíni/sprite (verður á staðnum).  Kampavínið er í boði Vífilfells. Teknar myndir af bekkjunum og fleira skemmtilegt.  Fólk er beðið að mæta stundvíslega.

Borðhald hefst að þessu loknu, en eins og áður sagði er það kalt, margrétta hlaðborð sem Sölvi Hilmarsson reiðir fram.  Boðið verður upp á grafinn lax, kryddsoðinn lax, rostbeef, kjúkling og bajonskinku ásamt tilheyrandi meðlæti. Með þessu rennir hver og einn niður þeim drykk sem hann kann best við og hefur það með sér að heiman.  Engir drykkir (fyrir utan fordrykk og rennandi vatn) verða á staðnum.

Meðan á borðhaldi stendur er dregið í happdrætti en þar er glæsilegur vinningur í boði Rannveigar og Bros.  Þá verða veitt verðlaun til þeirra bekkja sem eru með bestu mætinguna og stóðu sig best í kvittukeppninni.  Fleiri verðlaun verða veitt en ekki upplýst hver þau eru fyrr en þar að kemur.

Þeir sem vilja halda ræður eða vera með skemmtiatriði er það frjálst. 

Eftir að borðhaldi líkur, mun Þórir Jóhannsson plötusnúður þeyta skífum og sjá um stuðið fyrir okkur.

Klukkan 02:00 verður rútuferð á Selfoss í boði Benna og Guðmundar Tyrfingssonar.  Þegar á Selfoss er komið eiga einhverjir án efa eftir að halda áfram að skemmta sér!

Vegna góðrar þátttöku er hægt að lækka aðgangseyrir niður í 5.000 krónur.  Leggja þarf inn á reikning 586-26-717171 kt. 250271-4769 í síðasta lagi þriðjudaginn 15. maí.

 

Nefndin er að deyja úr spenningi að hitta alla, þetta verður brjálað stuð Cool

 

Makar eru velkomnir á miðnætti!

 

 


Fréttir af skráningu og nefndarstörfum!

Sæl öll. 

Í gær hittist nefndin og tók endanlegar ákvarðanir með dagskrána þann 19. maí.  Við eigum eftir að koma á hreint nokkrum smáatriðum og þegar það hefur verið gert koma allar upplýsingar á síðuna.  Vonandi verður það  í kvöld eða á morgun! 

Af skráningu er það að segja að hún hefur farið fram úr björtustu vonum!  Það er frábært hvað það eru margir búnir að skrá sig og ennþá eru nokkrir að hugsa málið svo að vonandi á talan eftir að hækka!

Fylgist með þegar nýjar fréttir berast.  Ennþá er hægt að koma myndum til Sibbu!


Hvar býr svo fólkið????????

Fyrir nokkru var spurt:  Hvað heldur þú að margir úr '71 árganginum búi á svæði sem hefur póstnúmer sem byrjar á 8?

Sá sem giskaði á rétt svar var hummm.........Ingunn var soldið séð og gaf tvö svör og var annað þeirra næst rétta svarinu.  Ef hún hefði verið í stærðfræðiprófi hjá Óla þá hefði hún fengið vitlaustWoundering  Sá sem hefði fengið rétt hjá Óla á prófi var hins vegar LöllaSmile  Og til að allir verði ánægðir og Ingunn fari ekki að kæra úrskurðinn þá hefur verið ákveðið að þær séu báðar með rétt svar Happy

En á svæði sem hefur póstnúmer sem byrjar á 8 búa 55, á höfuðborgarsvæðinu búa 34. Annar staðar á Íslandi búa 5 og 8 búa erlendis.

Auðvitað er þetta bara það sem við fengum upp gefið í þjóðskrá og svo breyttum við því sem við vissum.


Þegar búið er að skrá sig....

..........ætti nafnið að birtast á mætingalistanum (hægt að fara beint í hann hér til hliðar undir tenglar).  Hvort sem þið hafið sent sms á mig eða tölvupóst þá svara ég til baka til að staðfesta að hafa fengið skilaboð frá ykkur.  Þannig að ef þið sendið t.d. tölvupóst og fáið ekkert til baka frá mér og nafnið birtist ekki á listanum þá hef ég ekki fengið neitt frá ykkur!!!!!  Þetta hefur gerst a.m.k. í einu tilfelli sem ég veit um.

Kveðja, Linda

P.s. ennþá hægt að skrá sig   Wink


Nýjar myndir

Var að setja inn myndir sem Magga Auður, Hafdís og Óli Kristján sendu mér. Setti þær allar í eitt albúm, en þær eru frá ýmsum tímum. 

Njótið vel, ég skemmti mér konunglega við að skoða þær Grin.

Kv. Sibba 


ALLIR AÐ SKRÁ SIG!

Síðasti dagur til að skrá sig er í dag 8. maí.

Ef þið sjáið nafnið ykkar ekki á listanum hér neðar á síðunni þá eruð þið ekki búin að skrá ykkur og bætið strax úr því LoL

  Og ef þið sjáið að bekkjarfélagi ykkar er ekki búin að skrá sig, hvernig væri þá að taka upp tólið og hringjaWink

Siggi Fannar komst vel að orði um daginn og fara hans orð hér á eftir:

Nú er málið að skrá sig. Hvort sem fólk er mjm eða þh eða bara bdsm... allt snýst þetta um að skríða út úr skelinni, lífga upp á tilveruna og skella sér út, hitta fólk skrafa og rifja upp gamla góða daga. Ef þið sitjið heima þá gerist ekki neitt. Hættum að sitja í sófanum heima og segja gamlar sögur sem engin trúir hvort sem er... hittum gamla skólafélaga rifjum upp sögurnar eða það sem best er..BÚUM TIL NÝJAR.. til að segja seinna.


Myndir, skráning og kvittukeppni

Jæja það er enn að bætast við myndirnar okkar. Við settum inn myndir frá hittingnum í Golfskálanum, margar góðar þar á ferð Smile. En nefndin hafði fregnir af því að Magga Auður hefði fengið liðveislu við að skanna inn myndir og við erum eiginlega enn þá að bíða eftir þeim?? Við höldum nefnilega að Magga eigi mikið af góðum myndum W00t. Netfangið á myndasendingar er: geirakot@simnet.is  

En að öðru, við viljum hvetja ykkur til að drífa í að skrá ykkur, því fyrr, því betra. Lokadagur skráningar er 8. maí og þangað til eru bara 3 dagar svo það er ekki eftir neinu að bíða. Sendið skráningu á: lindalarsen@simnet.is

 Og svo er það hin æsispennandi kvittukeppni. Til að atkvæðið ykkar teljist gilt verður það að vera undir þeim bekk sem þið tilheyrðuð í 8. bekk. Hér til hliðar eru bekkirnir og þar getið þið farið inn og skráð ykkur. Það er ekki nóg að skrá sig í gestabók eða undir öðrum færslum. Þeir sem ekki komast meiga líka gjarnan skrá sig undir sinn bekk, því veitt verða verðlaun fyrir flestu kvittin. Spennandi!!!Tounge.

Stutt í næstu fréttir, fylgist með.

Kv. Nefndin 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Nefndin
Í næstu nefnd eru: Anna Kristín, Ingunn, Hreinn, Kristján Vignis og Leó. Þau ætla að halda út þessari síðu okkur öllum til gagns og gaman. 

Spurt er

Hvort viltu hafa sem aukavinning í happdrætti??
Hvort viltu frekar hafa sem aðalvinning í happdrætti kvöldsins:
Ætlar þú að mæta 19.maí??
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband