Færsluflokkur: Bloggar

AJ

Ég sagði ykkur þetta ekkert nema grobbið í þessum MJM bekk. Nú verðum við að fara að standa okkur hérna úr bekknum hennar Arndísar!!! Koma svo og kvitta, það eru nú reyndar einhverjir komnir en við vorum miklu fleirri en þetta.

ÁFRAM 8. A.J.

Kv. Sibba.

P.S. Það eru fleiri í okkar bekki búnir að kvitta, taldi allveg 9 !!!!!!!!! Húrra, halda áfram á þessari braut og við vinnum í kvittukeppninni.


MJM

Ingibjörg, Ingunn, Kristgerður, Hanna Fríða, Steinunn, Fjóla, Gaui og Andrés (er ég að gleyma e-m?), þið haldið uppi heiðri MJM bekksins.  Stelpurnar að standa sig vel þar sem þær voru svo fáar og næstum allar búnar að láta vita af sér, en strákar mínir....come on!  Andrés og Gaui þeir einu sem láta eitthvað í sér heyra.  Allir úr MJM að skrifa eitthvað hér undir.  Og munið að það er ekki bannað að láta oft í sér heyra !!!

Bkv. LL


Auglýst sérstaklega eftir myndum af þeim sem ekki nú þegar eru á mynd á síðunni!!

Gaman væri að fá myndir af sem flestum.  Endilega ef þið lumið á myndum og viljið leyfa okkur hinum að njóta þeirra með ykkur, komið þeim þá til nefndarinnar.  Annað hvort að skanna þær sjálf inn og senda eða þá að láta einhvern úr nefndinni fá myndirnar til þess að skanna inn. 

Komnar nýjar myndir frá Guðfinnu og Lindu, þær dreifðust á öll albúmin.

 


Gleðilegt sumar

Sæl öll og gleðilegt sumar.

Nefndin mun koma saman í næstu viku og taka endanlega ákvörðun um hvað verður í boði að kvöldi 19. maí.  Um leið og það er ákveðið fara upplýsingar á síðuna.

Gaman að sjá hve margir eru búnir að láta vita af sér á síðunni en gaman væri að heyra í fleirum.

 Siggi Bogi sendi nokkrar myndir og eru þær komnar í myndaalbúmið- Árgangur 1971

Nefndin


Halló allir

 

Í dag ætti öllum að berast bréf frá nefndinni og þar með að fá vitneskju um þessa bloggsíðu ef þeir vissu ekki um hana fyrir.  Umferð hefur þó verið mikil undanfarið á síðunni og gestabókarfærslur í engu samræmi við traffíkina! Verið dugleg að kvitta fyrir ykkur í gestabók og taka þátt í umræðum.

Í gær setti ég inn nýjar myndir frá Laufeyju og Ingibjörgu Gísla og dreifðust þær á öll myndaalbúmin.

Kveðjur, Linda


Hverjir voru bestir

Fann þetta á netinu og fannst þetta hvergi eiga betur heima en hér.

 http://www.youtube.com/watch?v=1qD0V7eSpWc&NR=1

http://www.youtube.com/watch?v=-ZcBbltcUw4

En.....hvort varst þú Duran Duran eða Wham?????


Brjáluð umferð.

Hæ, hæ allir.

Gaman að sjá hvað það er orðin mikil umferð á síðunni. Í dag eru yfir hundrað búnir að skoða síðuna og alltaf er að fjölga þeim sem láta vita af sér. Það er frábært. Og miðað við skoðanakönnunina er nánast 100% mæting Tounge. Gaman að því. Svo eru nýjar gamlar myndir væntanlegar á næstu dögum. það ótrúlega gaman að skoða þessar myndir og sjá hvað fólk hefur breyst misjafnlega mikið. Sumir eru allveg eins og fyrir 20 árum en aðrir nær óþekkjanlegir LoL.

 En....hvernig lýst ykkur á að hafa keppni á milli bekkja ( miðum við bekkjamyndirnar ) í mætingu?? Einhver getur tekið að sér að hvetja sína bekkjarfélaga í að mæta og svo sjáum við 19. maí hver vinnur. Skilst á Lindu að hennar bekkur hafi verið fjölmennastur fyrir 5 árum!!! Við getum ekki látið það gerast aftur, þá verður sá bekkur bara montin og pirrandi Devil.

Verið áfram dugleg að láta vita af ykkur og koma með hugmyndir.

Kv. Sibba.


smá skilaboð af sjónum:)

ég ætla að byrja á að lýsa yfir ánægju minni með þessa síðu hjá þér sibba og vona að hér eigi eftir að eiga sér stað skemmtileg umræða um hvað mætti gera skemmtilegt að kvöldi 19 maí allir punktar vel þegnir ég er hérna einhverjar 100 mílur út í hafi og var sona að melta þetta allt saman maður breytist ekkert alltaf með hugan við vín og einhverja djö vitleysu hehe en þetta er einmitt tilefni til til slíkra hugsanna so vil ég hvetja ykkur jafnaldra mína þó ég hugsi um ykkur mikklu eldri hehe til að nota endilega þessa síðu til að skapa smá stemmara fyrir kvöldið mikkla og líka bara til að vera með kv skúli már.......


Fullt af nýjum myndum

Var að setja inn fullt af myndum úr Þórsmerkurferðum og skíðaferðalagi. Njótið vel :-)

Kv. Sibba.


Nýjar fréttir

Jæja er ekki komin tími til að setja inn eitthvað af upplýsingum hér á þessa fínu síðu okkar.

Þann 19. maí ætlum við að hittast í Þingborg, þar ætlum við að borða góða steik saman að hætti Sölfa Hilmars afbragðskokks. Á eftir verður svo slegið upp balli, þar sem spiluð verða gömul og góð Duran Duran lög og  jafnvel Wham!!! Enn er verið að vinna í hljómsveitarmálum en fréttir af því koma inn mjög fljótlega.

Nánari dagskrá og tímasetningar koma líka fljótlega inn.

Nú eru allar bekkjamyndirnar komnar inn og einnig var skólinn svo góður að lána okkur gamla kennaramynd!! Fleiri myndir eru svo væntanlega, m.a. úr 6.bekkjar ferðalaginu og Þórsmerkurferð í 9. bekk. Sem allir muna vel eftir er það ekki??

Verið svo dugleg að kvitta fyrir komu ykkar og láta vita af ykkur.

Kv. Nefndin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Nefndin
Í næstu nefnd eru: Anna Kristín, Ingunn, Hreinn, Kristján Vignis og Leó. Þau ætla að halda út þessari síðu okkur öllum til gagns og gaman. 

Spurt er

Hvort viltu hafa sem aukavinning í happdrætti??
Hvort viltu frekar hafa sem aðalvinning í happdrætti kvöldsins:
Ætlar þú að mæta 19.maí??
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband