3.3.2011 | 16:30
Síðan tekin í notkun
Sæl öll.
Þá höfum við ákveðið að taka siðuna í notkun aftur þar sem það styttist í næsta hitting okkar en við verðum 25 ÁRA GAGNFRÆÐINGAR á næsta ári. Ótrúlega skrítið þar sem við erum ekki deginum eldri en 25 í dag.....
Gaman væri nú að fá smá fregnir af ykkur? T.d. hvar þið eruð stödd í heiminum, að gera hvað eða bara það sem ykkur liggur á hjarta :-)
Kveðja, Ingunn
Tenglar
Mætingarlisti
- Mætingarlistinn 19. maí!!! Er þitt nafn komið á listann??
Kvittukeppni
Hér undir eru færslurnar þar sem hægt er að kvitta fyrir sig hjá sínum bekk.
Spurt er
Hvort viltu hafa sem aukavinning í happdrætti??
Hvort viltu frekar hafa sem aðalvinning í happdrætti kvöldsins:
Ætlar þú að mæta 19.maí??
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir það!
Ég hefði gaman að því að frétta hvað fólk er að bauka við.
Af mér er það að segja að ég er að ljúka MA-námi í Þýðingafræði í sumar og stefni á að hefja doktorsnám í haust sem ætlunin er að ljúka fyrir fimmtugt á sviði verklegra handritarannsókna þ.e ekki út frá málfræði heldur vinnslu og ýmsum aðferðum (markmiðin voru nefnilega BA fyrir fertugt, MA fyrir fimmtugt og Dr. fyrir sextugt).
Annars bý ég í Heimunum í borginni með kisu og krakka (4 ára syni) vinn og hef unnið frá 1997 á Landsbókasafni Íslands Háskólabókasafni (Þjóðarbókhlöðunni) Ég fór út eftir stúdent til Ítalíu og tók svo Bókasafns- og upplýsingafræði og fór að vinna. Á sumrin fer ég oftast nokkra hringi í kringum landið með ítalska ferðamenn og reyni að segja þeim eitthvað gáfulegt.
Bestu kveðjur, Sóla.
Sólveig (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 17:05
Jeyy frábært að starta þessu spjalli aftur. Get ekki verið meira sammála þér Ingunn um að við séum bara 25 enda með eindæmum unglegt fólk hér á ferð ;)
Ég bý í borginni ásamt syni mínum og er að starfa hjá Heilsu við sölu- markaðsstörf og fræðslu, hef ekki ennþá ákveðið hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór enda á ég mörg ár eftir ;)
Gaman að heyra hvað fleiri eru að bauka.
Kveðjur,
Steinunn))))
Steinunn (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 17:18
Hæ HÆ gaman að heyra í gömlum félögum
Flott hjá þér Sólveig gott að hafa takmark(mörk) í lífinu , gangi þér vel.
Af mér er ýmislegt að frétta ,eins og einhverjir muna þá var ég með bumbubúa á síðasta hittingi í ágúst það ár(2007) leit hann Óðinn Bragi dagsins ljós og ekki nóg með það heldur bættist svo hann Úlfur Ingi í heiminn í júní 2010. svo nú er ég komin með fjögur börn. Ofan á þessa barna mergð byrjaði ég í kennslufræði og kláraði í júní 2010 ( fékk útskriftarskírteinið á fæðingardeildina) . Í dag starfa ég sem kennari við Hársnyrtiskólann ( Tækniskólann) og hef starfað þar í 3 ár. Nú er bara að bíða eftir að litlu drengirnir stækki örlítið svo ég geti haldið áfram að læra master í kennslufræðurm heillar með áherslu á fullorðinskennslu. '
Ég bý ásamt manni og þremur börnum í Grafarvogi, elsti fuglinn flogin úr hreiðrinu. eina gæludýrið er lítil mýsla sem kíkir stundum í heimsókn við mikla kátínu hans Óðins Braga.
Hlakka til að heyra frá öðrum.
Kv Hafdís
Hafdís Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.