14.4.2007 | 20:51
Brjáluð umferð.
Hæ, hæ allir.
Gaman að sjá hvað það er orðin mikil umferð á síðunni. Í dag eru yfir hundrað búnir að skoða síðuna og alltaf er að fjölga þeim sem láta vita af sér. Það er frábært. Og miðað við skoðanakönnunina er nánast 100% mæting . Gaman að því. Svo eru nýjar gamlar myndir væntanlegar á næstu dögum. það ótrúlega gaman að skoða þessar myndir og sjá hvað fólk hefur breyst misjafnlega mikið. Sumir eru allveg eins og fyrir 20 árum en aðrir nær óþekkjanlegir .
En....hvernig lýst ykkur á að hafa keppni á milli bekkja ( miðum við bekkjamyndirnar ) í mætingu?? Einhver getur tekið að sér að hvetja sína bekkjarfélaga í að mæta og svo sjáum við 19. maí hver vinnur. Skilst á Lindu að hennar bekkur hafi verið fjölmennastur fyrir 5 árum!!! Við getum ekki látið það gerast aftur, þá verður sá bekkur bara montin og pirrandi .
Verið áfram dugleg að láta vita af ykkur og koma með hugmyndir.
Kv. Sibba.
Tenglar
Mætingarlisti
- Mætingarlistinn 19. maí!!! Er þitt nafn komið á listann??
Kvittukeppni
Hér undir eru færslurnar þar sem hægt er að kvitta fyrir sig hjá sínum bekk.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hey var ekki Sigga með okkur í bekk....afhverju er hún ekki á myndinni?? eða var hún í öðrum?? ég man ekki neitt
Mæja (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 00:00
Sigga var í okkar bekk, en hún var veik eða eitthvað. Það vantar einhverja á myndirnar, því miður, Rannveig er t.d. ekki heldur á okkar mynd . Verðum að fá aðrar myndir af þeim svo þær séu nú með .
Sibba (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 00:08
Mér sýnist heldur ekki vera myndir af Ástu Siggu, Jóni Páli og Hafdísi Grétarsdóttur. Í hvaða bekk voruð þið?
Linda (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 08:55
Hafdís var með okkur í AJ bekknum. Hún var líka veik þennan dag þegar myndatakan var. Ég skal koma með myndir inn af henni,, alveg sjóðheitar
Kveðja
Magga Auður
magga auður (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.