15.4.2007 | 00:45
Hverjir voru bestir
Fann þetta á netinu og fannst þetta hvergi eiga betur heima en hér.
http://www.youtube.com/watch?v=1qD0V7eSpWc&NR=1
http://www.youtube.com/watch?v=-ZcBbltcUw4
En.....hvort varst þú Duran Duran eða Wham?????
Tenglar
Mætingarlisti
- Mætingarlistinn 19. maí!!! Er þitt nafn komið á listann??
Kvittukeppni
Hér undir eru færslurnar þar sem hægt er að kvitta fyrir sig hjá sínum bekk.
Spurt er
Hvort viltu hafa sem aukavinning í happdrætti??
Hvort viltu frekar hafa sem aðalvinning í happdrætti kvöldsins:
Ætlar þú að mæta 19.maí??
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég verð að viðurkenna að ´g var Wham... en þá vissi ég ekki að Goggi væri í hinu liðinu, hann var mitt átrúnaðargoð. Við Tommi sátum heilu dagana og hlustuðum á Gogga með stjörnur í augum, vonandi verður Wham spilað í partýinu. Og ef svo verður vill þá ekki einhver góðhjörtuð stúlku bjjóða Tomma upp í dans, hann er nefnileg flinkur að dansa og svo er hann svo eft einmanna, enda einhleypur.... en samt alltaf soldið sætur, með brúnu augun eins og Goggi, úps ég er kominn á hálan ís... áfram1971 og pú á 1921 árganginn.
Siggi Fannar (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 11:09
Heyrðu Siggi . Tommi var sá eini sem var að hlusta á Wham í alvörunni eðli málsins samkvæmt. Þú varst alltaf Duran inn við beinið.
Svo held ég að ég sé eina af 1971 genginu sem hef séð Duran þrisvar og hef djammað með rótaranum þeirra hehehe ( einu sinni grúbbpía allaf......)
Ef einhver hefur toppað það vinsamlegast látið vita
Hlakka til að sjá kvennaljómann Tomma stíga dans í Þingborginni.
Kveðja
Magga Auður
magga auður (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 13:23
Duran Duran rúllar ekki spurning
En hvað svo með Frankie goes to Hollywood....Var ég kannski sú eina sem hlustaði á þá ? ....og David Bowie....og U2.....?
Mæja (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 18:46
Vááá hvað er í gangi hérna?? Partý og mér ekki boðið. Siggi f-rímínutu-kúkur mættur.
En annars ég var alltaf eins og George....er það ekki?
Tómas Þóroddsson, 17.4.2007 kl. 23:31
Hum Duran Duran hvað !!! Við vorum þrjár alltaf með Frankie goes to Hollywood á heilanum og já Madonnu auðvitað. U2 er samt auðvitað aðalmálið!
Tja Magga Auður ég tel mig nú geta toppað fjölda tónleika með átrúnaðargoðunum U2... 6X víðs vegar um Evrópu....hef ekki djammað með rótaranum....ENNÞÁ
Djö hvað ég hlakka til þann 19...þetta verður klikkað stuð
Stelpur við verðum að vera duglegar að bjóða Tomma upp
Steinunn Hafsteins (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 22:33
Mesti Duran Duran aðdáandi í MJM bekknum hlýtur að vera sá nemandi sem mætti með spólu í tíma og á hana var búið að taka upp sama lagið með DD á alla kasettuna (vá, það eru mörg ár síðan maður notaði þetta orð!). Þetta mátti svo bekkurinn hlusta á í dönskutíma hjá honum Árna.
Það fannst ekki öllum jafn gaman að hlusta á sama lagið aftur og aftur
Man einhver þessi mikli aðdáandi var?????
Linda (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 08:31
Þórdís Frímanns var forfallinn Duran Duran aðdáandi og þurfti alltaf að vera heima þegar vinsældarlistinn var á rás 2 og ekki nóg með það hún tók hann upp á spólu eða skrifaði hann allan niður til að hafa það nú alveg á hreinu í hvaða sæti Duran væri.Sjálf hlustaði ég bara á Madonnu
Valgerður (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.