Halló allir

 

Í dag ætti öllum að berast bréf frá nefndinni og þar með að fá vitneskju um þessa bloggsíðu ef þeir vissu ekki um hana fyrir.  Umferð hefur þó verið mikil undanfarið á síðunni og gestabókarfærslur í engu samræmi við traffíkina! Verið dugleg að kvitta fyrir ykkur í gestabók og taka þátt í umræðum.

Í gær setti ég inn nýjar myndir frá Laufeyju og Ingibjörgu Gísla og dreifðust þær á öll myndaalbúmin.

Kveðjur, Linda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búin að fá mitt boðskort.....

Mæja (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 19:50

2 identicon

Djö... stendur nefndin sig vel.  Ég veit reyndar ekki hvers vegna ykkur datt í hug að fótósjoppa allar gömlu myndirnar.  Það klæddi sig enginn svona eða greiddi sér!!! Sumum okkar á allavega eftir að ganga illa að hafa sítt að aftan og toppinn blásinn í hringi.

Kv. Gaui Sigurjóns 

Gaui Sigurjóns (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 19:58

3 identicon

Þegar Gaui fór að tala um fótósjopp.... þá allt í einu mundi ég eftir einni mynd sem ég hafði skannað inn en gleymt að setja inn á síðuna.  Hún gæti mögulega, ef maður vissi ekki betur, verið fótósjoppuð.  Kíkið á myndina af Helenu, hárið á henni er geggjað á myndinni!

Kv.LL

Linda (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 07:46

4 identicon

En getur einhver sagt mér hvar allar þessar hárkollur voru keyptar ???? ég meina er þetta hár allt saman bara eðlilegt hár eða eru þetta svokallaðir "hárgreiðslutoppar " maður spyr sig....

Síðan eru liðin mörg ár....

siggi fannar (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 16:37

5 identicon

Búin að fá mitt boðskort kv. Andrés

Andrés (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 19:03

6 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Helv...góðar myndir, en hver keypti mynd af kennurum og gangavörðum ?? come on  

Verð að segja ykkur eitt. Ég hitti Gúnda húsvörð í dag, fundur á kennarastofunni og það voru virkilega góðar samræður um stjórnmál. Allt í einu sprettur kallinn upp og tveimur sekúndu seinna hringdi bjallan. Þetta var ótrúlegt.

Tómas Þóroddsson, 17.4.2007 kl. 23:48

7 identicon

Allt hljómar þetta býsna vel og myndirnar rifja upp fyrir okkur góðar og jafnframt skemmtilegar minningar frá liðnum árum. Það stefnir því í fagnaðarfundi þann 19. maí - og samkvæmt umferðinni hér á síðunni og fjöldi kommenta er útlit fyrir góða mætingu.

Hittumst kát og glöð þann 19. maí. Bestu kveðjur og óskir um gleðilegt sumar,

Sigurður Bogi Sævarsson

 Kveða

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 17:13

8 identicon

Flott framtak.
Kveðja Lýður Geir

Lýður (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 20:18

9 identicon

Kæru vinir og bekkjarfélagar.

Skemmtilegt framtak að halda upp á gagnfræðaafmælið. Mætti í fyrra eða hitteðfyrra á eitthvað húllumhæ í Golfskálanum. Man ómögulega hvort það var fimm eða tíu ára gagnfræðingamót, eða hvort það var 20 ára leikskólamót. Stemmingin var að minnsta kosti mjög fín. Man eftir sérstaklega skemmtilegum hátíðarræðum, sem ég rifja enn upp í góðra vina hópi. Kom mér svakalega á óvart að það væru liðin heil 20 ár frá því ég skreið upp úr Gaggó.

Ætla að mæta í Þingborg. Gleðilegt sumar.

Hreinn Óskarsson

Hreinn (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 00:20

10 identicon

Hreinn, tíminn líður hratt!  Húllumhæið í Golfskálanum var fyrir 5 árum síðan, eða þegar við vorum 15 ára gagnfræðingar

Linda (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nefndin
Í næstu nefnd eru: Anna Kristín, Ingunn, Hreinn, Kristján Vignis og Leó. Þau ætla að halda út þessari síðu okkur öllum til gagns og gaman. 

Spurt er

Hvort viltu hafa sem aukavinning í happdrætti??
Hvort viltu frekar hafa sem aðalvinning í happdrætti kvöldsins:
Ætlar þú að mæta 19.maí??
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband