19. maí

Nefndin kom saman í gær, Skúli Már var reyndar úti á sjó en var í símasambandi. 

Við ætlum að hittast í Þingborg en ekki er komin nákvæm tímasetning á mætingu og öðru sem viðkemur kvöldinu.  Í Þingborg ætti að fara mjög vel um okkur, nóg pláss til að dansa, hægt að fara fram í forstofu úr mesta hávaðanum ef einhverjir vilja ræða málin (eða fara á “trúnó”) og góð aðstaða að öllu leiti. 

Sölvi Hilmarsson matreiðslumeistari sér um veitingar fyrir okkur.  Boðið verður upp á glæsilegt, margrétta, kalt hlaðborð sem inniheldur :  Grafinn lax, kryddsoðinn lax, rostbeef, kjúkling, bajonskinku og tilheyrandi meðlæti.  Hver og einn sér svo um drykki fyrir sig.  Nú er spurning hvort einhverjir blandi bara fyrir kvöldið í eina stóra flösku eins og í gamla daga og rogist svo með hana út um allt LoL

Ýmsar uppákomur verða meðan á borðhaldi stendur sem ekki verður ljóstrað upp um að sinni.Eftir að borðhaldi líkur munum við svo dansa og skemmta okkur fram eftir nóttu.Á miðnætti verður húsið opnað fyrir maka.Verð á mann er 5.500 krónur. Ef þið lumið á góðum hugmyndum fyrir kvöldið látið þá í ykkur heyra.  Eins ef þið ætlið að halda ræðu þá getið þið byrjað að semja. Verið dugleg að fylgjast með síðunni okkar til að fá nýjar upplýsingar um bekkjarmótið. Nefndin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff - skyldi maður ná að "leggjaí" fyrir þennan tíma?  Gott að vita með fyrirvara að það á að fara á Trúnó - best að fara að rifja e-ð upp í trúnóspjallið.   Er þetta ekki spurning um að setja upp lista yfir fyrirframgefin "Trúnó".  Svo má líka setja upp lista yfir umræðuefni til að koma í veg fyrir vandræðalegar þagnir :-)

Gaui Sigurjóns (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 11:55

2 identicon

Erum saman komnar til að æfa skemmtiatriðið okkar....................Erum búnar að hlæja mikið, hlökkum til að sjá ykkar atriði.  Okkar er söng og dans    ............  Ingibjörg, Ylfa, Steinunn, Jóhanna, Laufey og Linda

Okkur vantar herra til að  leika prinsinn !

Saumaklúbburinn sex í sveit (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 22:05

3 identicon

Erum að fara hittast aftur í kvöld að æfa atriðið..... Við erum samt pínu svekktar... það er engin búin að gefa sig fram til að leika prinsinn.... siðasti séns?  Fyrstur kemur fyrstur fær

kv. I, L, Y, J, S og LL

Sex í Sveit (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 17:43

4 identicon

Jæja, æfingin gekk vel, ekki laust við að maður sé hás og með harðsperrur.

Einn herra hefur gefið sig fram í hlutverkið, hann er reyndar mjög áhugasamur og verður boðaður á næstu æfingu.. Við verðum að vanda valið því hann þarf að geta kastað af sér skikkjunni, svo enga bumbu takk.   En Gs getur ekki vinur þinn komið með þér ?

i,L,Y,J,S,ll.

steinunn (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 22:15

5 identicon

Ég er fullur áhuga... ætla að drífa mig í ræktina og vera í topformi fyrir atriðið. Hef líka nokkuð góða reynslu í söng og dansi þannig ég ætti að rúlla þessu upp.. Hvenær er næsta æfing? Bestu kveðjur SG

Prins (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 14:00

6 identicon

Næsti fundur er í Kaffi Krús á sunnudag kl. 21.00 Við verðum í æfingarferð alla helgina saman en prinsinn þarf ekki að æfa alveg strax. Taktu vin þinn endilega með, gætum haft not fyrir hann... fer smá eftir líkamlegu ástandi

 Bestu kveðjur frá sex í sveit!!!!

Þetta verður atriði í lagi....... Y I J L S LL

laufey (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 23:07

7 identicon

Var að spá í nafni á atriðið - Hvað með Sexý Prinsinn í Sveitinni.. eða ætti það frekar að vera Sveitti Prinsinn í Sveitinni ??  Fer eftir því hvað hann verður duglegur að æfa   Skora á fleiri hópa að vera með atriði og toppa þetta...

Stuð kveðjur frá Leikhópnum Sex í Sveit Y L J I LL S

Jóhanna (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 15:30

8 identicon

Jæja stelpur... hvernig væri að fara senda á mig handrit..er orðinn doldið stessaður það eru ekki nema 20 dagar í mótið.... þarf að kunna textan vel  Kv. Prinsinn í toppformi

Prinsinn (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 12:52

9 identicon

Kvöldið búið að vera alveg frábært búnar að hlæja mikið að vanda Erum reyndar í smá vanda þar sem tveir prinsar eru nú að kljást um hlutverkið. Skikkjan er sennilega of stutt á annan en of þröng á hinn, en söngurinn er kannski meira mál, gæti verið erfitt að ná öllum tónunum og svo þetta með hoppin ! Við getum ekki tekið neina sjénsa Nú er spurning hvor prinsinn er hæfari í hlutverkið...

Steinunn (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 23:18

10 identicon

 .... hvernig er hægt að  gera  upp á milli...SG svo fimur í dansi og söngurinn hjá GS algjör snild...        Það væri frábært að fá hjálp við valið  nokkrar tillögur?

Sex í Sveit (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nefndin
Í næstu nefnd eru: Anna Kristín, Ingunn, Hreinn, Kristján Vignis og Leó. Þau ætla að halda út þessari síðu okkur öllum til gagns og gaman. 

Spurt er

Hvort viltu hafa sem aukavinning í happdrætti??
Hvort viltu frekar hafa sem aðalvinning í happdrætti kvöldsins:
Ætlar þú að mæta 19.maí??
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband