5.5.2007 | 16:03
Myndir, skráning og kvittukeppni
Jæja það er enn að bætast við myndirnar okkar. Við settum inn myndir frá hittingnum í Golfskálanum, margar góðar þar á ferð . En nefndin hafði fregnir af því að Magga Auður hefði fengið liðveislu við að skanna inn myndir og við erum eiginlega enn þá að bíða eftir þeim?? Við höldum nefnilega að Magga eigi mikið af góðum myndum . Netfangið á myndasendingar er: geirakot@simnet.is
En að öðru, við viljum hvetja ykkur til að drífa í að skrá ykkur, því fyrr, því betra. Lokadagur skráningar er 8. maí og þangað til eru bara 3 dagar svo það er ekki eftir neinu að bíða. Sendið skráningu á: lindalarsen@simnet.is
Og svo er það hin æsispennandi kvittukeppni. Til að atkvæðið ykkar teljist gilt verður það að vera undir þeim bekk sem þið tilheyrðuð í 8. bekk. Hér til hliðar eru bekkirnir og þar getið þið farið inn og skráð ykkur. Það er ekki nóg að skrá sig í gestabók eða undir öðrum færslum. Þeir sem ekki komast meiga líka gjarnan skrá sig undir sinn bekk, því veitt verða verðlaun fyrir flestu kvittin. Spennandi!!!.
Stutt í næstu fréttir, fylgist með.
Kv. Nefndin
Tenglar
Mætingarlisti
- Mætingarlistinn 19. maí!!! Er þitt nafn komið á listann??
Kvittukeppni
Hér undir eru færslurnar þar sem hægt er að kvitta fyrir sig hjá sínum bekk.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja hérna allt fréttir nefndin. Jú jú þetta er allt að koma og smellum við Hafdís og Óli for myndunum inn á þriðjudagskvöldið næsta.
En ein spurning hér eða kannski hugmynd,,, hvernig væri að allir myndu nú skella inn fermingarmyndum af sér... það eru svo margir ekki komnir með mynd og það væri hægt að gera smá keppni úr þessu. Ég skora alla vegna á Skúla Má að setja sínar inn Ég er hins vegar bara töff á mínum enda fermdist ég einu ári seinna hehehheeh
margrét auður (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 19:30
Það er mjög góð hugmynd, eins var búið að tala um að setja inn nýjar myndir. En þetta er undir ykkur sjálfum komið, ef þið komið myndum til okkar þá setjum við þær inn
Linda (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 21:14
Mér lýst MJÖG vel á þetta með fermingarmyndina . Endilega verið dugleg að senda okkur ykkar fermingarmyndir og við setjum þær inn. Ég fer að grafa mína upp.
Sibba (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.