14.5.2007 | 08:37
Fjölskyldutengsl
Í árgangi 1971 eru ýmis tengsl á milli fólks, bæði ættartengsl og síðan hefur fólk t.d. tengst í gegnum maka sína. Látið nú í ykkur heyra!
Tenglar
Mætingarlisti
- Mætingarlistinn 19. maí!!! Er þitt nafn komið á listann??
Kvittukeppni
Hér undir eru færslurnar þar sem hægt er að kvitta fyrir sig hjá sínum bekk.
Spurt er
Hvort viltu hafa sem aukavinning í happdrætti??
Hvort viltu frekar hafa sem aðalvinning í happdrætti kvöldsins:
Ætlar þú að mæta 19.maí??
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Linda og Rannveig eru mágkonur. Maðurinn hennar Rannveigar er bróðir hennar Lindu.
Linda (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 08:39
Svo erum við Helena mágkonur. Maðurinn hennar Helenu er bróðir minn. Og ekki nóg með það þá er Sveinn Óla giftur systur minni. Þannig stundum hittumst við Linda, Helena og Svenni saman í veislum.Kveðja Rannveig
Rannveig (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 09:23
Við Helga erum stjúpsystur. Kveðja Sessý
Sessý (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 09:59
Við Stjáni Hilmars hittumst um árabil í fjölskylduboðum þar sem Raggi bróðir hans var svili minn. Þótt þarna hafi orðið á breytingar eru náttúrlega á milli okkar Stjána orðn til bönd sem vart verða rofin
Óli Kr. (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 11:31
Það eru heljarinnar tengingar í þessu. Við Siggi Þór Steingrímsson erum mágar sem gerir dóttur hans og son og frændfólk mitt að frændfólki Margrétar Auðar. Ofan á þetta erum við vinnufélagarnir Óli Kristján mæðrasynir í þriðja lið og frændur ofan á allt saman í nokkra liði til viðbótar.
Jón Aðalsteinn (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 11:40
Maðurinn minn er bróðir hans Smára kv, Sigga
Sigga (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 14:00
Við Gaui Tobba erum frændsystkin, fermdust saman og haldin var sameiginleg veisla. Þá var ég stór, stærri en Gaui en hef minnkað síðan þá
Annar frændi minn Snorri Gunnarsson var með okkur í barnaskóla, hann er á 3. J.H. bekkjarmyndinni. Hann fluttist til Vestmannaeyja og býr núna í Kanada.
Ég sé það núna að ég hef verið sett í bekk með þessum frændum mínum í barnaskóla til að hafa góð áhrif á þá og það hefur virkað, fyrirmyndarmenn í alla staði
Sigurveig (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 14:19
Jáhá...þið eruð svona hress...
ÉG held bara að það sé engin tengdur mér né skildur...nema þá kannski að það sé svo flókið að ég nenni ekki að útskýra það...
Mæja (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 16:37
Ég og Siggi Fannar erum kviðmágar.
Tómas Þóroddsson, 14.5.2007 kl. 20:31
Ég heiti ylfa og á voða sæta stelpu með rautt hár eins og Skúli már frændi minn og margt af mínu frændfólki í móðurætt. Mæður okkar Skúla márs eru hálfsystur þannig að við erum systkinabörn.
Kolbrún Ylfa (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 20:58
Við Ingibjörg Gísla komum okkur saman um að hún myndi giftast frænda mínum svo við gætum hist sem oftast. Þið sem ekki vitið það þá erum við Gvendó systkynabörn.
Steinunn Rán.
Steinunn Rán (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 09:24
Föðurafi Skúla er bróðir föðurömmu minnar.
Pabbi hans Sigga Steingríms, afi hennar Möggu Auðar og móðuramma mín eru systkini.
Linda (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 10:04
Ég og pabbi hennar Rannveigar erum systkinabörn. Svo erum við Laufey þremeningar. Þá eru maðurinn minn og maðurinn hennar Siggu Ólafs æskuvinir og halda góðu sambandi og hann er bróðir Smára Páls. Eru þetta ekki annars ellimerki að vera farin að spá í þetta???
Abba (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 12:45
Rosalega er ég eitthvað útúr Q i þessu ég er bara ekki skild eða tengd neinum......eða jú maðurinn minn er skildur Grími og Sigga Fannari, telst það með??Vei þá get ég verið með
Kv. Sibba
Sibba (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 12:46
Þetta er allt að rifjast upp fyrir mér núna. Ég og Kristján Geir erum líka tengd. Fósturpabbi minn og mamma Kristjáns eru systkini. Bara fullt af tengingum
Kv. S.H.
Sibba (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 14:41
Engar tengingar eða ættardæmi hérna megin...ekki svo ég muni allavega....kannski að mar bjalli í pabba og tékki á þessu. Rámar í að við Steinunn K.H. höfðum fundið það út að við værum frænkur alveg langt aftur í ættir ..ekkert að marka svoleiðis...við hjónin erum t.d. skild í 13 ættlið eða eitthvað ble..virðist vera að við íslendingar erum meira og minna skildir hvor öðrum bara
Fjóla Hallgríms (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 17:54
Tja er bara ekki ættfræðin alveg á fullu. Hef nú lúmskt gaman að pæla í þessu...kannski orðin svo gömul eins og einhver hafði orð á.....hehehe. Já Fjóla mín við erum tengdar einhverjum allt öðrum böndum en ættar ( 9 ættliður). Steindór Von Haugsen er nú stórfrændi minn, bræðrabörn...Haugverjar hehehe
Steinunn K.H (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 21:52
Ég og Siggi Gísli erum hjón
Valgerður (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 23:33
Svo erum við Gummi hjón
Ragna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 11:26
Já áfram með ættartengslin. Afi minn og afi Steindórs og Steinunnar Hafsteins voru bræður, frá Haugi.Kveðja Rannveig
Rannveig (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.