28.5.2007 | 11:40
Vantar fréttir af ykkur :-)
Saknið þið þess jafn mikið og ég að það sé ekkert að gerast á þessari síðu?? Kíkið þið enn þá daglega hérna inn í þeirri veiku von að eitthvað nýtt sé að sjá?? Ég veit eiginlega ekki hvað ég gerði á netinu áður en við opnuðum þessa síðu!! Ég kíki hérna daglega en veit samt að það er ekkert að gerast.
Hvað er t.d. að frétta eftir árgansmótið?? Er krílið búið að líta dagsins ljós hjá Rögnu og Gumma?? En hjá þér Grímur?? Og Hafdís þú verður að skella inn fréttum þegar þú kemur með þitt kríli.
Látið heyra í ykkur áfram, svo ég geti haldið áfram að vera á netinu!!
Kv, Sibba sem var með þessu skrítna fólki í nefnd :-)
Tenglar
Mætingarlisti
- Mætingarlistinn 19. maí!!! Er þitt nafn komið á listann??
Kvittukeppni
Hér undir eru færslurnar þar sem hægt er að kvitta fyrir sig hjá sínum bekk.
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð Sibba. ÆÆÆ hvað ég er fegin að þú ert líka alltaf að kíkja . Ég hélt að ég væri komin með þráhyggju eða einhverja röskun gagnvart þessari síðu;)
Fréttir,,, já ég hitti Mæju í dag hehehe hún kom í Pennan til mín þar sem ég vinn hlutastarf mér til gamans. Ég fékk addressuna á heimasíðuna hennar. Var hún aldrei komin hér inn? Svo var ég á Selfossi í gær og fór til Kollu Birg (1972 white trash) og skoðaði myndaalbúmin hennar og hún á mikið af skemmtilegum myndum frá þessum tíma. Kannski ég skanni það inn einn daginn. Annars gaman að frétta af ykkur og af hverju gefið ekki upp einhverja linka á barnaland á börnin ykkar eða eitthvað skemmtilegt slúður.
Kveðja Magga Auður ( sem ennþá lifir á kvöldinu góða í Þingborg)
margrét auður (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 23:23
Hæ stelpur...ein enn hérna með þráhyggjutilfinninguna...hef verið að kíkja á síðuna af og til þó ég viti að ekkert sé að gerast...flott hjá þér Sibba að poppa þetta upp aðeins svo maður geti nú með góðri samvisku haldið áfram að kíkja á þetta hehe. Annars er nú ekki mikið að frétta nema þau undur og stórmerki gerðust að það er komið gott veður hérna á hjara veraldar...vona að það haldist þar til maður stingur af suður aftur...alveg búin að fá nóg af kuldanum í bili. Ég er ekki með neina barnalandsíðu eða blog en það væri gaman að geta kíkt á börnin sem komið hafa af þessum ágæta árgangi og auðvitað alltaf gaman af smá slúðri líka hehe...kv frá Sigló
Fjóla Hallgríms. (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 10:55
Hæ, hæ.
Verð að viðurkenna að ég hef líka kíkt af og til enda bloggsíðan og vinna við hana búin að vera nokkuð stór hluti af lífinu undangengnar vikur!
Linda (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 17:31
Já já auðvitað er ég búin að vera kíkja hérna inn síðan að við hittumst síðast.
Já gaman að hitta þig Magga Auður í gær.
Mæja (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 20:36
Bumban er enn á Á eftir 2 daga í 42 vikur. Ekki eitthvað sem maður gerir ráð fyrir, en þessi kríli hafa sjálfstæðan vilja.
Ragna (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 11:11
Enn ein með þessa þráhyggjuröskun. Ég er alltaf að kíkja á síðuna af og til í von um að það sé eitthvað búið að skirfa. Það er svo gaman að fá fréttir af ykkur öllum. Endilega skrifa hérna ef eitthvað gerist hjá ykkur. Ég tala nú ekki um þá sem búa erlendis. Látið okkur vita hvað sé að frétta af ykkur. Þeir sem komust ekki 19.maí ættu að skrifa hérna inn upplýsingar um sig eins og við sögðum aðeins frá okkur. Nafn og hvar þið búið, hvort einhver börn séu komin og þá hvað mörg, hjúskaparstöðu og við hvað þið vinnið o.fl.
Kveðja, Sessý (næstum amma)
Sessý (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 12:50
Jamm alltaf gaman að skoða síðuna og virkilega gaman að því hvað margir fylgjast greinilega vel ennþá með síðunni þó mótið sé búið. En nei Sibba, ekkert kríli komið hjá mér en skv. alsherjarstjörnudagatali þá átti frumburðurinn að líta dagsins ljós í dag. Konan er bara ennþá að skoppast með bumbuna um öll tún að sinna fénu og taka á móti lömbum. Ég er reyndar búinn að skipa henni að hvílast en það þýðir ekkert, fæ bara romsuna um að það þurfi að sinna fénu og að mér takist það nú ekki einn og alls ekki með mínar krumlur að kafa eftir lambi í rollu. Jebb sona er nú það Sibba mín en ég skal láta vita um leið og allt er um garð gengið. Hvenær ætlar svo nefndin að koma saman til að hafa lokafund og slíta formlega starfinu?
kv.GS.
Grímur (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 18:51
Halló halló en gaman að sjá að það sé eitthvað líf hérna kíki af og til. Alveg sammála að það væri gaman að heyra frá fleirum bæði þeim sem komu á mótið og ekki. Lífið gengur sinn vanagang. Litli kútur verður 1 árs á mánudag, var að skjóta því að Rögnu að kannski kæmi nýji afkomandin þá. Vona samt að hún þurfi ekki að bíða svo lengi. Fylgist spennt með komu nýju krílanna svo endilega haldið áfram að láta vita af ykkur.
Hafið það gott elskurnar
Steinunn K.H
Steinunn K.H (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 22:59
Jæja maður lofaði að láta vita þegar eh gerðist. Lítil stúlka kom í heiminn 3júní og heilsast vel.
Veit líka að Gummi og Ragna eignuðust strák 31.maí.
Kveðja, Grímur.
Grímur (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 10:48
Til lukku með stúlkuna Grímur.
Linda (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 15:05
Til hamingju með litlu krílin
Kveðja Steinunn
Steinunn K.H (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 11:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.